Látin 102 ára gömul

Anne og Kirk Douglas.
Anne og Kirk Douglas. AFP

Anne Douglas, ekkja leikarans Kirk Douglas, lést á heimili sínu í Beverly Hills á fimmtudaginn 102 ára gömul. Eiginmaður hennar lést í febrúar í fyrra 103 ára gamall. Hjónin voru gift í 66 ár og eignuðust synina Peter og Eric. Fyrir átti Krik Douglas synina Michael og Joel en leikarinn Micheal Douglas er þekktastur þeirra. 

Anne og Kirk Douglas kynntust í París árið 1953 við tökur á myndinni Act of Love. Þau giftu sig í Las Vegas árið 1954. „Það var ekki rómantískt en það var löglegt og eiginmaður hennar hét þess að kvænast henni aftur í stærri athöfn,“ segir í tilkynningu frá Douglas-fjölskyldunni. 

Kirk Douglas sem var einn vin­sæl­asti leik­ar­inn í Hollywood eft­ir síðari heims­styrj­öld­ina og lék í yfir 80 kvik­mynd­um áður en hann sett­ist í helg­an stein árið 2004. Hann stóð við heit sitt árið 2004 þegar þau fögnuðu 50 ára brúðkaupsafmæli sínu. 

Hjónin Kirk og Anne Douglas ásamt hjónunum Michael Douglas og …
Hjónin Kirk og Anne Douglas ásamt hjónunum Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones. AFP

Anne Douglas fæddist í Þýskalandi árið 1919. Hún var við nám í Belgíu þegar Þjóðverjar réðust á Brussel árið 1940. Frú Douglas flúði í bíl með vinum sínum í átt að Frakklandi. Þjóðerni hennar var þó vandamál svo hún giftist Belga. Hún komst til Parísar en stuttu seinna hertóku Þjóðverjar borgina. Tungumálakunnátta Douglas bjargaði henni og fékk hún vinnu hjá frönskum kvikmyndadreifingaraðila. Hún hélt áfram að vinna í kvikmyndabransanum eftir stríð. 

Frú Douglas helgaði sig að lokum góðgerðarmálum og einbeitti sér meðal annars að sviðslistum, hjálpa konum með krabbamein og heimilislausum konum. 

Kirk og Anne Douglas.
Kirk og Anne Douglas. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.