Lítið um veisluhöld í sænsku höllinni

Karl Gústaf fagnaði 75 ára afmælinu í konungshöllinni í Stokkhólmi.
Karl Gústaf fagnaði 75 ára afmælinu í konungshöllinni í Stokkhólmi. AFP

Karl Gústaf Svíakonungur varð 75 ára í dag. Vegna kórónuveirufaraldursins er lítið um veisluhöld en allt annað var uppi á teningnum þegar Karl Gústarf varð sjötugur. Þá fagnaði fólk kónginum úti á götu. 

Í stað þess að bjóða erlendu kóngafólki í góða veislu fengu Stefan Lofven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og aðrir háttsettir embættismenn boð í veislu. 

Í hlaðvarpsþætti í vikunni sagði Karl Gústaf að það tæki verulega á að vera konungur. Hann sagði að hann væri ekki sá eini í þessari stöðu. Hvaða leiðtogar sem eru hvort sem þeir stjórnuðu fyrirtækjum eða væru í stjórnmólum liði eins. 

Karl Gústaf fæddist þann 30. apríl árið 1946. Faðir hans, Gústof Aldolf prins, lést í flugslysi í Danmörku þegar Karl Gústaf var aðeins níu mánaða. Karl Gústaf tók við sem konungur árið 1973 þegar afi hans lést og var þá yngsti þjóðhöfðingi í heimi. Kóngurinn var lengi þekktur fyrir að vera kvennabósi sem elskaði bíla og átti erfitt með að afmá þá mynd. 

Karl Gústaf Svíakóngur og Silvía drottning.
Karl Gústaf Svíakóngur og Silvía drottning. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant