Sögulegt samstarf

La traviata verður endursýnd í Hörpu og Hofi á þessu …
La traviata verður endursýnd í Hörpu og Hofi á þessu ári. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska óperan mun endursýna óperuna La traviata í nóvember 2021 í Hörpu og Hofi í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og mun þetta verða í fyrsta sinn sem þessar stofnanir starfa saman.

Óperan hætti fyrir fullu húsi í Hörpu eftir sex uppseldar sýningar árið 2019 og fékk hún einstakar viðtökur áhorfenda og frábæra dóma innanlands og erlendis og hefur verið leigð út til nokkurra erlendra óperuhúsa.

„Við hlökkum mikið til samstarfsins við Menningarfélag Akureyrar og að fá SN til liðs við okkur í flutningi á þessari frábæru óperu sem margir telja þá fallegustu sem samin hefur verið. Einnig er það sérstakt ánægjuefni fyrir okkur að fá að sýna óperuna í Hofi sem er annað tveggja fullkomnustu tónlistarhúsa landsins ásamt Hörpu og rækta þannig hlutverk Íslensku óperunnar sem Ópera allra Íslendinga,“ segir Steinunn Ragnarsdóttir, óperustjóri. 

Það kemur í hlut Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands (SN) að annast hljóðfæraleik í sýningunni en hljómsveitin stendur að kvikmyndatónlistarverkefninu SinfoniaNord í Hofi. Þetta mun einnig vera í fyrsta sinn sem hljómsveitin tekur þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar.

„Ávinningurinn af þessu sögulega samstarfi er m.a. sá að íbúar Akureyrar og nágrannasveita munu geta notið óperusýningar sem hlotið hefur 5 stjörnu dóma og skartar mörgum af okkar bestu söngvurum á heimavelli. Einnig er það fagnaðarefni að samstarfið mun veita atvinnutónlistarmönnum á öllu landinu tækifæri til að taka þátt í sýningu í svo háum gæðaflokki m.a. í höfuðstað landsbyggðarinnar á Akureyri,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Uppfært: Upphaflega var greint frá því að þetta væri í fyrsta skipti sem ópera væri sýnd í Hofi. Kammerkórinn Hymnodia og Barokksveit Hólastiftis fluttu óperuna Dido og Aeneas í Hofi í apríl 2012 undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar og í leikstjórn Guðmundar Ólafssonar. Það sem vantaði var að ekki hefur verið flutt jafn fjölmenn ópera og nú og ekki með stórri hljómsveit í gryfju.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant