Kynleiðrétting bjargaði lífi Elliot Page

Elliot Page.
Elliot Page. AFP

Leikarinn Elliot Page segir að kynleiðréttingaraðgerð sem hann undirgekkst hafi bjargað lífi hans. Leikarinn, sem er helst þekktur fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Juno, sem hann fékk óskarsverðlaun fyrir, mætti í ítarlegt viðtal við Opruh Winfrey á dögunum. 

Hann sagði Winfrey að það hafi verið „lykilatriði og mikilvægt“ fyrir hann að tilkynna fólki að hann væri karlmaður á sama tíma og transsamfélagið standi frammi fyrir „hræðilegu bakslagi“.

Um er að ræða fyrsta sjónvarpsviðtal sem Elliot hefur mætt í síðan hann tilkynnti að hann væri karlmaður í opnu bréfi á samfélagsmiðlum í desembermánuði.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.