Daði á siglingu í veðbönkum

Daði og Gagnamagnið eru á siglingu.
Daði og Gagnamagnið eru á siglingu. Eggert Jóhannesson

Íslandi er nú spáð fimmta sæti í Eurovision-keppninni sem fer fram síðar í þessum mánuði. Daði og Gagnamagnið, sem fara fyrir Íslands hönd í keppnina, hafa verið á töluverðri siglingu í veðbönkum undanfarnar vikur og skotist upp úr níunda sæti í það fimmta á bæði Eurovisionworld og Oddschecker.

Upphaflega var Daða spáð sigri í keppninni en það var áður en hann hafði opinberað lagið 10 Years. Eftir að það var opinberað féll lagið niður í 9. sæti í veðbönkum. Útgáfa tónlistarmyndbandsins virtist lítil áhrif hafa á veðbankana. 

Daði og Gagnamagnið hafa þó verið að sækja í sig veðrið. Þau gáfu út tölvuleik fyrir stuttu síðan og í vikunni gáfu þau út bjórinn 10 Beers. Hvort það hafi áhrif á gott gengi í veðbönkum er þó ekki hægt að segja til um.

Eurovision fer fram í Rotterdam 18., 20. og 22. maí næstkomandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að læra að notfæra þér betur þá góðu strauma sem leika um þig. Ef þú skrifar markmið þín niður þá rætast þau.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að læra að notfæra þér betur þá góðu strauma sem leika um þig. Ef þú skrifar markmið þín niður þá rætast þau.