Sjóðandi heit á forsíðu Vogue

Billie Eilish prýðir forsíðu breska Vogue í júní.
Billie Eilish prýðir forsíðu breska Vogue í júní. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Billie Eilish prýðir forsíðu breska tímaritsins Vogue í júní. Forsíðan var opinberuð í dag og má með sanni segja að hún hafi vakið athygli. Á forsíðunni skartar Eilish ljósu hári og klæðist þröngum toppi sem dregur fram hennar kvenlegu línur. 

Eilish hefur hingað til verið þekkt fyrir að klæðast stórum víðum fötum og skarta grænu og svörtu hári. Þetta er því gríðarlega mikil breyting en Eilish frumsýndi hárið fyrr á þessu ári.

Billie Eilish var þekkt fyrir að klæðast víðum fötum.
Billie Eilish var þekkt fyrir að klæðast víðum fötum. AFP

Í viðtalinu segir Eilish að hún hafi sjálf stungið upp á þema myndatökunnar og valið fötin sjálf. Í myndatökunni er hún meðal annars í lífstykki frá Gucci, sérhönnuðum jakka frá Burberry og kjól frá Alexander McQueen. 

Í síðustu viku gaf Eilish út lagið Your Power af plötunni Happier Than Ever sem kemur út seinna á þessu ári. „Það er opið bréf til allra þeirra sem nota annað fólk – aðallega karlmanna,“ sagði Eilish um lagið. 

„Mig langar til að fólk hlusti á mig. Og ekki bara að það reyni að fatta um hvern ég er að tala, því þetta snýst ekki um það. Þetta snýst ekki um eina manneskju. Það snýst um að taka völdin til baka, sýna það og ekki reyna að hagnast á því. Ég ætla ekki að leyfa fólki að traðka á mér lengur,“ sagði Eilish. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.