Sleppti útskriftarferð fyrir myndavél

„Ég hef lengi haft áhuga á ljósmyndun, ég sleppti útskrifarferðinni minni í MR á sínum tíma og keypti mér myndavél í staðinn,“ segir Helga Hvanndal, landvörður og lífskúnstner, sem heldur uppi  skemmtilegum Instagram-aðgangi með mögnuðum náttúrumyndum. Helga hefur starfað sem landvörður á afskekktum stöðum á borð við Dyrhólaey og Öskju þar sem hún hefur myndað mikið.

„Það eru mikil forréttindi oft að dvelja svona lengi á svæði langt frá byggð í auðninni. Þá byrjarðu að taka eftir hlutum sem þú tekur ekki eftir í einni heimsókn. Þú sérð contrasta og hvaða áhrif mismunandi veðurfar og birtuskilyrði hafa á umhverfið, það getur breytt dýnamíkinni mjög mikið. Margir af þessum stöðum eru eitthvað sem fólk hefur ekki hugmynd um að sé að finna á Íslandi en það er náttúrulega svo mikið af náttúruperlum hér,“ segir Helga sem er viðmælandi Dóru Júlíu í Dagmálum.

Hér að ofan má sjá brot úr viðtal­inu en Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson