Sá kynþokkafyllsti segir skopskynið sexí

Michael B. Jordan.
Michael B. Jordan. AFP

Kynþokkafyllsti maður í heimi árið 2020, leikarinn Michael B. Jordan, er með það á hreinu hvað honum finnst kynþokkafullt. Leikarinn er í sambandi með fyr­ir­sæt­unni Lori Har­vey og elskar skopskyn hennar. 

„Mér finnst skopskynið, getan til þess að hlæja, þessi smitandi tilfinning, mjög, mjög kynþokkafull,“ sagði Jordan í viðtali við ET. „Mér finnst fallegt bros, hlátur og skopskyn mjög kynþokkafullt.“

Jodan segir kærustu sína búa yfir öllum þessum eiginleikum. „Já, hún er mjög fyndin, margir vita það ekki,“ sagði Jordan sem endurtók hversu fyndin kærasta hans væri. 

Fyrst fréttist af sambandi þeirra Jordans og Harvey í nóvember í fyrra en þau opinberuðu samband sitt ekki fyrr en í janúar. Þau eru þó sögð hafa verið saman í nokkra mánuði áður en þau opinberuðu sambandið. Fyrir það voru þau vinir í mörg ár. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.