Systur talast ekki við

Kelly Osbourne talar ekki við systur sína.
Kelly Osbourne talar ekki við systur sína.

Systurnar Kelly og Aimee Osbourne talast ekki við. Kelly segir þær systur ekki eiga margt sameiginlegt og þær skilji ekki hvor aðra. 

Kelly og Aimee eru dætur Ozzys og Sharon Osbourne en Aimee hefur haldið sig frá sviðsljósinu undanfarin ár. Jack bróðir þeirra hefur gert slíkt hið sama. 

Aimee er elst, 37 ára, Kelly 36 ára og Jack 35 ára. 

„Við tölum ekki saman. Við erum bara mjög ólíkar. Hún skilur mig ekki og ég skil hana ekki,“ sagði Kelly í viðtali við Dax Shepard á dögunum. 

Aimee hefur líka opnað sig um sambandið við systkini sín opinberlega áður. Í viðtali við The Independent árið 2015 sagði hún að þau systkinin hittust ekki oft. Þau ættu ekki í góðu sambandi en þau bæru virðingu hvert fyrir öðru.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.