Bréf JFK til sænsku hjákonunnar á uppboði

John F. Kennedy.
John F. Kennedy. mbl.is

Eitt heilt bréf og hluti af tveimur bréfum sem John F. Kennedy fyrrverandi forseti Bandaríkjanna skrifaði til sænskrar hjákonu sinnar, Gunillu von Post, eru nú á uppboði hjá uppboðshúsi í Boston

Kennedy skrifaði bréfin til von Post eftir að hann hitti hana á frönsku rívíerunni sumarið 1953. Þá var hann öldungadeildarþingmaður Massachusettsríkis og trúlofaður Jacqueline Bouvier. 

„Stundirnar sem við áttum saman síðasta sumar voru yndislegar. Þær eru ljóslifandi í minni mínu – þú ert yndisleg og ég sakna þín,“ skrifaði Kennedy í einu bréfanna. Öll bréfin voru handskrifuð á opinberan pappír þingsins. 

Post skrifaði um samband þeirra í sjálfsævisögu sinni Love, Jack og sagði þau hafa haldið sambandinu í fjölda ára. 

Þau sáust í síðasta skipti árið 1958 á galakvöldi en þá höfðu þau slitið sambandinu. Þau slitu því árið 1956 þegar Kennedy óskaði eftir að hitta hana en Post hafi slitið sambandi þeirra og trúlofast öðrum manni. 

Kennedy var myrtur árið 1963 og von Post lést 2011.

Ljósmynd/RRAuction
Gunilla von Post skrifaði bók um kynni sín af J.F. …
Gunilla von Post skrifaði bók um kynni sín af J.F. Kennedy og samband þeirra.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler