Sakaður um að hafa stolið This Is America

Donald Glover kemur fram undir listamannanafninu Childish Gambino.
Donald Glover kemur fram undir listamannanafninu Childish Gambino. AFP

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Donald Glover, sem gengur undir listamannsnafninu Childish Gambino, hefur verið lögsóttur vegna lagsins This Is America sem hann gaf út árið 2018. Gambino vann Grammy-verðlaun fyrir lagið. 

Rapparinn Emelike Nwosuocha, sem gengur undi listamannsnafninu Kidd Wes, segir lagið vera eftirhermu af laginu Made In America sem hann gaf út árið 2016. 

Í gögnum málsins kemur fram að þema textans, innihald hans og uppbyging sé mjög lík. 

Childish Gambino hefur ekki svarað ásökununum. 

Lagið This is America var fyrsta rapplagið til að vinna í flokki laga ársins á Grammy-verðlaunum. Lagið vakti mikla athygli á sínum tíma en það þykir mjög pólitískt. Þar sendir Gambino ákveðin skilaboð um kynþáttafordóma, ofbeldi gegn svörtu fólki í Bandaríkjunum og ofbeldi sem lögreglan beitir fólk í Bandaríkjunum. 

BBC

Made in Ameria  Kidd Wes

This is America  Childish Gambino

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.