Klum sólar sig berbrjósta

Heidi Klum.
Heidi Klum. AFP

Sumarið er komið í Þýskalandi og fyrirsætan Heidi Klum hefur notið sólarinnar undanfarna daga. Á miðvikudag birti hún mynd af sér í sólbaði berri að ofan. 

Klum er mikil talskona þess að allir fái að sóla sig berir að ofan, sama af hvaða kyni þeir kunna að vera. „Ég ólst upp við að hlaupa ber að ofan og ég geri það enn þá,“ sagði Klum á samfélagsmiðlum sínum árið 2013 þegar hún var gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér. 

Hún bætti við að allir þeir sem höndluðu ekki að sjá myndir af henni ættu að sleppa því að fylgjast með henni.

Heidi Klum sýndi frá sólbaði sínu í vikunni.
Heidi Klum sýndi frá sólbaði sínu í vikunni. skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að þú látir ekki erfiðleika þína bitna á þínum nánustu. Líttu í kringum þig og sjáðu að margur er verr staddur en þú svo þú hefur ástæðu til þess að una glaður við þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að þú látir ekki erfiðleika þína bitna á þínum nánustu. Líttu í kringum þig og sjáðu að margur er verr staddur en þú svo þú hefur ástæðu til þess að una glaður við þitt.