Elon Musk og Ísland

Elon Musk er einn ríkasti maður heims.
Elon Musk er einn ríkasti maður heims. AFP

Ísland var áberandi í bandaríska þættinum Saturday Night Live í gærkvöldi þar sem Elon Musk var í hlutverki gestgjafa. Hann lýsti því yfir í þættinum að hann væri sá fyrsti sem stýrði þættinum sem væri með Asperger-heilkenni. „Eða að minnsta kosti sá fyrsti sem viðurkennir það,“ sagði Musk.

Musk, sem er stofn­andi og aðal­eig­andi Tesla, ræddi meðal annars um ástæðu hegðunar sinnar undanfarin ár en hún hefur oft vakið mikla athygli og umræðu. Hann segir skýringuna að finna í því hvernig heili hans virkar. 

Auðjöfurinn nýtti tækifærið sem honum gafst í þættinum til að gera grín að sjálfum sér, ekki síst færslum á Twitter. Musk talaði einnig um nafnið á syninum, X Æ A-12, og þegar hann reykti kannabis í hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Jafnframt flutti hann ræðu til stuðnings rafmyntarinnar dogecoin sem nú er metin á um 72 milljarða bandaríkjadala. 

Ísland var áberandi í þeim hluta þáttarins sem nefnis Ooli Show en þar var meðal annars byggt á atriðum úr Eurovisi­on­-mynd Wills Fer­rells og eins söng staðgengill Bjarkar í þættinum.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.