Harry vissi að Opruh-viðtalið myndi rugga bátnum

Harry Bretaprins.
Harry Bretaprins. AFP

Harry Bretaprins er sagður hafa vitað það vel að viðtal hans og eiginkonu hans Meghan hertogaynju hjá Opruh Winfrey myndi rugga bátnum í bresku konungsfjölskyldunni. 

„Hann vissi alveg hvað hann var að gera. Ég get lofað þér því, hann vildi rugga bátnum. Af hverju skil ég ekki, en hann vildi gera það. Og síðan gerði hann það, og ég held að hann hafi hvorki verið hissa á eftirmálunum né séð eftir því,“ sagði Ingrid Seward, sérfræðingur í málum bresku konungsfjölskyldunnar, í viðtali við Page Six

Seward segist ekki skilja af hverju þau ákváðu að opna sig í viðtali við Winfrey og ekki af hverju Meghan greindi frá því að konungsfjölskyldan hefði ekki veitt sér hjálp vegna andlegra veikinda.

„Mér finnst erfitt að skilja hvað hún var að reyna að segja okkur þarna. Þú ferð ekki til mannauðsdeildarinnar í Bretlandi. Þú ferð til læknis, eða þú segir eiginmanni þínum að þér líði skelfilega og biður hann að hjálpa þér. Harry var sjálfur hjá þerapista, svo hann hlýtur að þekkja einhvern,“ sagði Seward.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.