Fyrsta æfing Daða og Ísland rýkur upp hjá veðbönkum

Daði og Gagnamagnið slógu í gegn á fyrstu æfingu
Daði og Gagnamagnið slógu í gegn á fyrstu æfingu Ljósmynd/Samband evrópskra sjónvarpsstöðva

Fyrsta æfing Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins var rétt í þessu að ljúka á stóra sviðinu í Rotterdam. Æfingin hófst klukkan tvö og stóð yfir í þrjátíu mínútur.

Daði og Gagnamagnið tilbúin fyrir fyrstu æfinguna í Rotterdam
Daði og Gagnamagnið tilbúin fyrir fyrstu æfinguna í Rotterdam Ljósmynd/Samband evrópskra sjónvarpsstöðva

Ljósmyndari á vegum Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva náði mynd af hópnum áður en hann fór á svið. Að venju klæddist hópurinn frægu grænu peysunum sínum.

Ljósmynd/Samband evrópskra sjónvarpsstöðva

Samkvæmt heimildum negldu þau sönginn og dansinn var virkilega vel útfærður. Þau voru ekkert að spara flugelda og sprengingar á sviðinu og svo kláraði Daði atriðið í anda Johns Cage 4'33".

Ljósmynd/Samband evrópskra sjónvarpsstöðva

Svo virðist sem veðbankar hafi tekið vel í þessa æfingu því Ísland er komið úr 6. sæti og er sem stendur í 4. sæti hjá veðbönkum.

Ljósmynd/Samband evrópskra sjónvarpsstöðva
Ljósmynd/Samband evrópskra sjónvarpsstöðva
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.