Dua Lipa syngur fyrir framlínustarfsmenn í kvöld

Dua Lipa kemur fram á bresku tónlistarverðlaununum í kvöld
Dua Lipa kemur fram á bresku tónlistarverðlaununum í kvöld AFP

Í kvöld verða bresku tónlistarverðlaunin, Brit Awards, veitt í O2-höllinni í London. Sálarsöngkonan Celeste og stórstjarnan Dua Lipa eru meðal þeirra sem er spáð mikilli velgengni á verðlaunahátíðinni, sem er almennt talin sú virtasta í poppmenningu Bretlands.

4.000 tónleikagestir

Nýstirnin ArloParks og Olivia Rodrigo flytja tónlistaratriði ásamt fleirum á þessum fjölmennustu tónleikum Bretlands í ár, en reiknað er með 4.000 gestum á viðburðinn. Tónleikagestir þurfa ekki að framfylgja nálægðartakmörkunum eða sóttvarnareglum, þeir þurfa aðeins að sýna fram á neikvætt C19-próf.

Arlo Parks er ung á uppleið
Arlo Parks er ung á uppleið AFP

Framlínustarfsmönnum boðið á hátíðina

Stórstjarnan Dua Lipa, sem er hvað þekktust fyrir smellina Don't Start Now og New Rules, segir: „Árið hefur verið langt og erfitt fyrir alla en núna er komið að því að heiðra framlínufólkið okkar, það er alvöruhetjurnar.“ Dua Lipa kom síðast fram á bresku tónlistarverðlaununum árið 2018. „Ég er mjög þakklát fyrir það tækifæri að skemmta framlínufólkinu okkar í kvöld. Það hefur hlúð að okkur [Bretum] í gegnum þessa erfiðu tíma og heldur áfram að vera til staðar.“

Fjórar konur tilnefndar fyrir bestu plötu ársins

Dua Lipa er tilnefnd til þrennra verðlauna, meðal annars fyrir bestu plötuna. Fjórar konur eru tilnefndar fyrir plötu ársins en aðeins einn karlmaður. Aðrir tónlistarmenn til að hljóta þrjár tilnefningar eru Arlo Parks, Celeste, rapptvíeykið Young T & Bugsey og plötusnúðurinn Joel Corry. Taylor Swift fær í kvöld, fyrst kvenna, viðurkenningu fyrir framlag sitt til tónlistar á alþjóðlegum vettvangi.

Celeste að velta fyrir sér hversu mörg verðlaun hún gæti …
Celeste að velta fyrir sér hversu mörg verðlaun hún gæti unnið í kvöld AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson