Ellen DeGeneres hættir

Ellen DeGenerers ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni Portiu de Rossi.
Ellen DeGenerers ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni Portiu de Rossi. AFP

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur ákveðið að hætta með spjallþátt sinn, sem kenndur er við hana, eftir 19 ár í sýningu. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þátturinn hefur verið í sýningu síðan í september 2003 en þegar 19. þáttaseríu lýkur árið 2022 mun vera Ellenar á skjánum renna sitt skeið.

„Eins frábær og þessi þáttur er og eins skemmtilegur og hann er, þá er þetta bara ekki áskorun lengur,“ sagði Ellen við Hollywood Reporter.

Tilkynningin kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að þátturinn stóð frammi fyrir þeim ásökunum að illa væri farið með starfsfólk hans. Það leiddi til þess að þrír framleiðendur þáttarins misstu vinnuna og DeGeneres hóf nýjustu þáttaröðina á því að biðjast afsökunar.

Þátturinn hefur verið vinsæll til þessa en áhorf hefur þó minnkað á síðustu árum.

„Síðasti dagurinn verður mjög erfiður en ég veit líka að það er kominn tími á þetta,“ sagði Ellen. „Ég er skapandi manneskja og þegar þú ert skapandi manneskja þarftu stöðugar áskoranir.“

Þá mun Ellen hafa sagt að ásakanir síðasta árs um að vinnustaðurinn einkenndist af ótta hafi ekki verið þáttur í ákvörðun hennar um að hætta með þáttinn. Ef svo væri hefði hún ekki snúið aftur á skjáinn með nýjustu þáttaröðina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler