Hrottalegu þjóðarmorði gerð skil í nýjustu mynd DiCaprios

Leonardo DiCaprio í Killers of the Flower Moon.
Leonardo DiCaprio í Killers of the Flower Moon. Skjáskot/Apple

Apple hefur birt fyrstu myndirnar úr tökum á kvikmyndinni Killers of the Flower Moon. Kvikmyndin byggist á samnefndri bók Davids Granns en Martin Scorsese leikstýrir. Í kvikmyndinni eru þjóðarmorðinu á indíánaþjóðinni Osage gerð skil. 

Leonardo DiCaprio og Lily Gladstone fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni en hún fjallar um hvítan mann sem verður ástfanginn af indíánakonu snemma á 20. öldinni. Samband þeirra er í forgrunni í kvikmyndinni. Heil indíánaþjóð var myrt í Oklahoma í Bandaríkjunum eftir að gríðarlega mikil olía fannst á landsvæði þeirra. 

Gladstone, sem fer með hlutverk indíánakonunnar, er sjálf af indíánaættum og ólst upp á Blackfeet-verndarsvæðinu í Montana. 

Tökur á Flower Moon hófust 19. apríl síðastliðinn en þeim hafði verið frestað um meira en ár vegna kórónuveirunnar. 

Paramount framleiðir kvikmyndina með fjármagni frá Apple og ekki hefur verið gefin út dagsetning um hvenær hún verður frumsýnd í kvikmyndahúsum. 

Indie Wire

Lily Gladstone og Leonardo DiCaprio fara með aðalhlutverk.
Lily Gladstone og Leonardo DiCaprio fara með aðalhlutverk. Skjáskot/Apple
Gladstone, sem fer með hlutverk indjánakonunnar, er sjálf af indjánaættum …
Gladstone, sem fer með hlutverk indjánakonunnar, er sjálf af indjánaættum og ólst upp á Blackfeet verndarsvæðinu í Montana. Skjáskot/Apple
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.