Glímdi við kynlífs- og klámfíkn

Andra Day.
Andra Day. AFP

Leikkonan Andra Day þurfti að takast á við miklar áskoranir þegar hún lék í kvikmyndinni The United States vs. Billie Holiday. Sjálf var hún að glíma við kynlífs- og klámfíkn og vildi að kvikmyndin og hlutverk hennar í henni myndi ekki bara snúast um kynlífsvæðingu Billie Holiday. 

Day fer með hlutverk Holiday í myndinni og vildi láta myndina snúast að mestu um hana sem tónlistarkonu. 

„Ég vildi ekki kynlífsvæðinguna. Ég var nýbúin að glíma við svolítið í mínu persónulega lífi, kynlífs- og klámfíkn. Ég er að mjög opinská núna, því að ég veit að ég er ekki sú eina. Það eina sem ég vissi var að ég vildi losna við þetta,“ sagði Day í viðtali við InStyle

Day var örlítið stressuð að taka við hlutverki Holiday en að lokum reyndist það hjálpa henni við að takast á við fíknina. 

„Eftir að hafa leikið Billie finnst mér ég hafa heiðrað styrk hennar og sá styrkur er kvenleiki. Ég er klárlega á heilbrigðari stað núna eftir að ég hef tekist á við fíknina. Þannig að já, þetta hefur verið mjög skemmtilegt, því þetta er mjög nýtt fyrir mér,“ sagði Day. 

Hún þurfti að léttast um 18 kíló fyrir hlutverkið í myndinni og viðurkennir að hún hafi ekki gert það á heilbrigðan hátt. Hún reykti sígarettur og drakk áfengi því hún hafði áhyggjur af því að hún myndi klúðra hlutverkinu. 

https://www.instyle.com/celebrity/andra-day-june-cover

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.