Vinirnir væntanlegir á skjáinn í lok maí

Leikararnir í Friends árið 2002.
Leikararnir í Friends árið 2002. AFP

Aðdáendur hinna geysivinsælu þátta Friends hafa lengi beðið eftir yfirvofandi endurkomuþætti. Að því er segir á BBC mun þátturinn líta dagsins ljós 27. maí á streymisveitunni HBO Max.

Mikil seinkun var á útgáfudeginum vegna Covid-19 og gekk erfiðlega að ná öllum leikarahópnum saman til að taka upp þáttinn. Upphaflega átti þátturinn að koma út í maí 2020.

Allir upphaflegu leikararnir, Matt­hew Perry, Jenni­fer Anist­on, Courteney Cox, Lisa Ku­drow, Matt LeBlanc og Dav­id Schwimmer munu snúa aft­ur í þættinum. Auk þess munu leikararnir Reese Witherspoon og Tom Selleck birtast í þættinum en þau fóru með stór hlutverk í upphaflegu þáttaröðinni. Lady Gaga og Justin Bieber mun einnig bregða fyrir á skjánum.

Í frétt á vef CNN eru aðdáendur þó varaðir við að um sé að ræða endurkomu en ekki endurkomuþátt. Þátturinn er því ekki fyrirframskrifaður.

Fyrr í dag kom út stikla fyrir þáttinn en þar sjást leikararnir sex ganga í burt við hæga útgáfu af þemalagi þáttarins: I‘ll be there for you.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler