Kom tilfinningunum á blað í faraldrinum

Andervel hefur vakið nokkra athygli hér og erlendis fyrir nýjustu …
Andervel hefur vakið nokkra athygli hér og erlendis fyrir nýjustu breiðskífu sína, La Noche. Ljósmynd/Patrik Ontkovic

Einmanaleiki, streita og kvíði eru tilfinningar sem allflestir hafa þurft að takast á við í faraldrinum.

Mexíkóski tónlistarmaðurinn José Louis Anderson, sem er þekktur undir listamannsnafninu Andervel, kom tilfinningunum í orð með laginu og tónlistarmyndbandinu Faðmaðu mig, ásamt Jóapé. 

„Það tók mig dálítinn tíma að hætta því að faðma fólk eftir að faraldurinn skall á. Það er einhvernveginn orðið svo eðlilegt að eitthvað stíft og steinkalt viðmót sé komið í staðinn fyrir hlýtt faðmlag milli vina,“ segir José. 

„Þetta lag ristir djúpt. Ég skrifaði það eftir fyrstu bylgju faraldursins – ég var undir miklu álagi og upplifði mikinn kvíða þar sem ég hafði misst vinnuna eins og svo margir aðrir. Þetta var algjört helvíti þar sem ég er innflytjandi og átti erfitt með að framfæra mér,“ segir José í samtali við mbl.is. 

Að taka burt það sem tilheyrir fortíðinni 

Hann saknaði fjölskuldunnar, nándarinnar. Allt í einu virtist sem svo að ljós væri kviknað við enda ganganna. Það varð kveikjan að laginu:

„Það má segja að ég hafi verið á viðkvæmum stað og þráði andlegan stuðning. Einn daginn vaknaði ég og sá sólina skína inn um stofugluggann, þetta var árla morguns og það var dimmt, en mér fannst svo fallegt hvernig ljósið fann sér leið inn um gluggann; það lak einhvernveginn inn og myrkrið laut í lægra haldi.“

Lagið er skrifað á spænsku og ljósið ákveðin myndhverfing fyrir manneskju eða einstakling, sem myndi tákna ljósið og myrkrið. 

„Ég skrifa textann með það í huga; komdu og faðmaðu mig, haltu utan um mig og taktu burt það sem tilheyrir fortíðinni. Erfiðu tímana, einmanaleikann og fjarlægðina.“

Hefur vakið athygli í heimalandinu

Þegar José hafði skrifað lagið á spænsku datt honum í hug að það myndi hljóma fallega á íslensku. 

„Ég ber mikla virðingu fyrir íslensku máli og landinu sem ég kalla núna mitt heimili. Það skipti mig miklu máli að halda íslenskri menningu í heiðri og læra málið. Ég hafði síðan kynnst Jóa og okkur kom vel saman. Ég sýndi honum lagið og spurði hvort hann vildi hjálpa mér og hann tók vel í það,“ segir José. Afraksturinn lét ekki á sér standa og tónaði djúp rödd JóaPé vel við lagið.

José átti hugmyndina á bakvið myndbandið og leikstýrði því ásamt tökumanninum og ljósmyndaranum Patrik Ontkovic. Pólska leikkonan Magdalena Tworek lék síðan á móti José í myndbandinu.

Lagið er hluti af breiðskífunni La Noche, sem gefin er út á Íslandi og framleidd af hinum færeyska Sakaris Emil Joensen. Andervel hefur vakið athygli í heimalandinu og hafa miðlar á borð við Al Día og El Universal fjallað um útgáfuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson