Hóparnir frá Rúmeníu og Möltu ekki með í kvöld

Hópurinn Destiny kemur fram fyrir hönd Möltu í Eurovision í …
Hópurinn Destiny kemur fram fyrir hönd Möltu í Eurovision í ár. AFP

Eurovision-hóparnir frá Möltu og Rúmeníu munu ekki taka þátt í kynningarkvöldi keppninnar í kvöld. Er þessi ákvörðun tekin í varúðarskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) rétt í þessu.

Fyrr í dag var tilkynnt að smit hefði komið upp í íslenska hópnum, en mbl.is hefur fengið staðfest hjá Rúnari Frey Gíslasyni, einum skipuleggjenda hópsins, að sá sem smitaðist sé ekki meðal þeirra sem eiga að stíga á svið. Í gær var greint frá því að smit hefði komið upp hjá pólska hópnum. Þar sem allir úr báðum þessum hópum fara í sóttkví eða einangrun munu þeir ekki taka þátt í kynningarkvöldinu.

Fyrra undankvöld Eurovision í ár fer fram á þriðjudaginn og hið síðara á fimmtudaginn. Rúmenía og Malta keppa á þriðjudaginn en Ísland og Pólland eiga að stíga á svið á fimmtudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant