Sá smitaði ekki meðal þeirra sem stíga á svið

Daði og Gagnamagnið. Sá smitaði er ekki á meðal hljómsveitarmeðlima.
Daði og Gagnamagnið. Sá smitaði er ekki á meðal hljómsveitarmeðlima. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sá sem smitaðist af kórónuveirunni í íslenska Eurovision-hópnum er ekki einn þeirra sem stíga á svið fyrir Íslands hönd í keppninni næsta fimmtudag. Lítil nánd er á milli Daða og Gagnamagnsins og þeirra Íslendinga sem vinna á bak við tjöldin og því vonar hópurinn að enginn úr hljómsveitinni sé smitaður af kórónuveirunni.

Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, einn skipuleggjenda í íslenska hópnum, við mbl.is.

„Einn meðlimur í íslenska hópnum greindist í dag og við vorum að fá staðfestingu um það bara rétt áðan. Við vitum í raun og veru ekkert meira um það í bili, við erum öll á leiðinni í skimun á eftir og við erum bara að bíða eftir fyrirmælum núna frá EBU,“ segir Rúnar Freyr.

Spurður hver sé sá smitaði segir Rúnar að það verði ekki gefið upp.

„Hins vegar get ég staðfest að viðkomandi er ekki í atriðinu.“

Rúnar Freyr Gíslason.
Rúnar Freyr Gíslason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hópurinn rólegur

Rúnar Freyr segir að íslenski hópurinn haldi alveg ró sinni og sé bjartsýnn. Vitað hafi verið fyrirfram að töluvert væri um smit í Hollandi, þar sem keppnin fer fram, og því hafi alveg mátt búast við þessu. Nú sé fyrirmæla beðið og að þeim fengnum verður áframhaldið ákvarðað. Vissulega sé óvissan mikil. 

„Við erum bara róleg og bíðum bara fyrirmæla. Svona er ástandið í heiminum og við vitum það að Holland er rautt svæði og það eru smit hérna. Við vissum það þegar við komum hingað og höfum hlýtt öllum reglum og fyrirmælum sem EBU setti síðan við komum hingað.“ 

Skýr og góð aðgreining milli hópa

Blessunarlega segir Rúnar að utanumhald keppninnar sé gott, skipulag nokkuð skýrt og þannig sé reynt til hins ýtrasta að forðast að smit berist milli fólks. Íslenski hópurinn dvelur á sama hóteli og sá pólski, en þar innanbúðar kom upp veirusmit í gær. 

Að sama skapi segir Rúnar að ekki sé mikil nánd milli Daða og Gagnamagnsins og hinna í íslenska hópnum sem eru meira „á bakvið tjöldin“.

„Við megum vera á tveimur stöðum, það er höllin og hótelið, og okkur er leyft að fara í göngutúr utandyra í kringum hótelið. Þannig maður er voða lítið innan um aðra.“

„Já, við erum á sama hóteli og pólski hópurinn, en samneyti við þann hóp hefur ekki verið neitt og ekki heldur við aðra hópa. Við sitjum út af fyrir okkur í matartímum og erum ekki neitt innan um aðra hópa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason