Stressaður fyrir fyrsta kossinum

Scott Patterson fór með hlutverk Lukes Danes í þáttunum Gilmore …
Scott Patterson fór með hlutverk Lukes Danes í þáttunum Gilmore Girls. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Scott Patterson, sem fór með hlutverk Luke Danes í þáttunum Gossip Girl, var mjög stressaður áður en fyrsti koss hans og mótleikkonu hans Lauren Graham, sem fór með hlutverk Lorelai Gilmore, var tekinn upp. 

Patterson fór í loftið með hlaðvarpsþættina I Am All In á dögunum en þættirnir eru tileinkaðir Gilmore Girls. 

Í spjalli við Entertainment Weekly á dögunum sagði hann frá því hversu stressuð bæði hann og Graham voru fyrir kossinum. Mikil spenna hafði byggst upp í fjórar seríur áður en persónur þeirra náðu saman.

„Við vorum bæði stressuð, og síðan áttuðum við okkur bæði á því hvernig persónum okkar ætti að líða. Af því stressið sem við fundum fyrir sem leikarar var vegna þess að við vildum ekki gera mistök. Þetta var stórt augnablik, allir vissu að þetta væri stórt augnablik, við fundum vel fyrir því. Síðan föttuðum við bæði að okkur ætti að líða nákvæmlega þannig. Við ættum að taka stressið með okkur í tökurnar og þannig náðum við þessari mögnuðu útkomu,“ sagði Patterson. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.