„Gefst ekki upp á ástinni“

Halle Berry og Van Hunt eru ástfangin
Halle Berry og Van Hunt eru ástfangin Skjáskot/Instagram

Halle Berry segist aldrei ætla gefast upp á ástinni, en á laugardaginn birti hún rómantíska mynd af sér og kærastanum, Van Hunt, á instagramsíðu sinni. Þar segir hún að þau geri hvað sem þeim hentar og er parið greinilega sjóðheitt af ást hvort til annars.

Parið opinberaði ást sína í september í fyrra.

View this post on Instagram

A post shared by Halle Berry (@halleberry)

Á myndinni er óskarsverðlaunahafinn Halle Berry klædd í hvítan stuttermabol, í grænni og bleikri bikinískýlu og með hjartalaga rauð sólgleraugu. Van Hunt er í kastaníugrænum kakíbuxum og grárri léttri, renndri hettupeysu.

Skjáskot/Instagram

Athugasemdunum rigndi inn í kjölfar myndbirtingarinnar og þar á meðal sagði stjarna Real Housewifes of Beverly Hills, Garcelle Beauvais, að þau ættu að halda þessu áfram.

Meðal annarra sem sendu þeim kveðju voru leikkonan Thandie Newton og sjónvarpskokkurinn Ayesha Curry, sem fagnaði í gær NBA-stigakóngstitli eiginmanns síns, Stephens Currys, leikmanns Golden State Warriors.

Halle Berry svarar vinkonum sínum og segir: „Ég mun aldrei hætta að berjast fyrir ástinni.“

Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.