Segist ekki vera trúlofuð

Emma Watson er ekki trúlofuð.
Emma Watson er ekki trúlofuð. AFP

Leikkonan Emma Watson þvertekur fyrir að hún sé trúlofuð. Watson er í sambandi með Leo Robinton en ekki er mikið vitað um samband þeirra. Um helgina fóru af stað sögusagnir um að þau væru trúlofuð. 

„Kæru aðdáendur. Sögusagnirnar um hvort ég sé trúlofuð eða ekki, hvort ég sé í dvala eða ekki, eru skrifaðar til að búa til smelli, hvort sem þær eru sannar eða ekki. Ef ég hef fréttir að færa, þá lofa ég ykkur að ég mun deila þeim með ykkur,“ skrifaði Watson á Twitter.

„Á meðan megið þið gera ráð fyrir því að engar fréttir af mér þýði að ég er að eyða tíma mínum í heimsfaraldrinum eins og flestir; mistakast að gera súrdeigsbrauð, hugsa um mína nánustu og gera mitt besta til að dreifa ekki veirunni sem hefur enn svo mikil áhrif á marga,“ skrifaði leikkonan. 

Watson og Robinton sáust fyrst á almannafæri í apríl 2020. Þau sáust síðast saman 13. maí 2021.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt að öllum líkindum eyða miklum tíma í hluti sem aðrir (reyndar flestir) telja hégóma. Láttu það eftir þér að daðra en gættu þess að trúa ekki öllu sem þér er sagt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt að öllum líkindum eyða miklum tíma í hluti sem aðrir (reyndar flestir) telja hégóma. Láttu það eftir þér að daðra en gættu þess að trúa ekki öllu sem þér er sagt.