Ringulreið í Rotterdam

Daði og Gagnamagnið á æfingu í vikunni.
Daði og Gagnamagnið á æfingu í vikunni. AFP

Ringulreið ríkir í Rotterdam eftir að keppendur frá einu af sigurstranglegustu löndum í Eurovision neyddust til að hætta við að flytja lag sitt á sviði vegna kórónuveirusmits í hópnum. 

Þetta er inntakið í frétt breska götublaðsins Daily Express, þar sem sagt er frá óförum íslenska hópsins, Daða og Gagnamagnsins. Í stað þess að flytja lagið í beinni útsendingu verður notast við upptöku sem gerð var 13. maí.

Blaðið greinir réttilega frá því að íslenska lagið sé eitt þeirra sem veðbankar telji líklegast til sigurs á laugardag, en lagið situr nú í 5.-6. sæti eftir bönkum ásamt framlagi Sviss.

Daði greindi erlendum aðdáendum sínum frá stöðunni í færslu á Twitter fyrr í dag og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Hundruð svara hafa borist þar sem aðdáendur stappa í sveitina stálinu.

„Æfingin ykkar var algjörlega frábær svo enginn þarf að hafa áhyggjur af framgöngu ykkar. Heilsan ykkar skiptir mestu,“ segir einn til að mynda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson