Verða ekki í beinni – fara bara á svið sem hópur

Daði og Gagnamagnið verða heima á hóteli þegar Eurovision fer …
Daði og Gagnamagnið verða heima á hóteli þegar Eurovision fer fram á fimmtudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Daði Freyr og Gagnamagnið stíga hvorki á sviði á morgun né á laugardag í Eurovision, það er ef Ísland kemst áfram upp úr undanúrslitunum á morgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. 

Hópurinn var settur í sóttkví eftir að smit kom upp hjá honum á sunnudaginn. Einstaklingurinn sem greindist jákvæður um helgina er ekki í hljómsveitinni. Í dag var hins vegar greint frá því að einn í hljómsveitinni væri smitaður. 

Fram kemur í yfirlýsingunni að Daði og Gagnamagnið hafi tekið þá erfiðu ákvörðun, í samráði við Samband evrópska sjónvarsstöðva og Hollendingana sem halda keppnina í ár, að hætta við að taka þátt í beinu útsendingunni þar sem þau ætla að koma fram sem hópur. 

Íslendingar verða áfram í keppninni og nota upptöku frá æfingu hinn 13. maí.

Daði og gagnamagnið.
Daði og gagnamagnið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson