Vonar að bólusetning komi í veg fyrir veikindi

Daði og Gagnamagnið. Smit hafa komið upp í hópnum.
Daði og Gagnamagnið. Smit hafa komið upp í hópnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sóttvarnalæknir vonast til þess að bólusetning Eurovision-hóps Íslendinga nái að koma í veg fyrir að meðlimir hans veikist af kórónuveirunni, þrátt fyrir að smit hafi komið upp innan hópsins. Um tvær vikur eru síðan hópurinn fór í bólusetningu með bóluefni Janssen.

Eins og áður hefur komið fram tekur það tvær til þrjár vikur fyrir bóluefni gegn Covid-19 að öðlast fulla virkni. Fyrsta smitið kom upp innan Eurovision-hópsins um helgina. Nú í morgun var tilkynnt annað smit innan hópsins.

„Það tekur ákveðinn tíma [fyrir bóluefnið að öðlast fulla virkni] og við vitum að bólusettir geta greinst með veiruna ef þeir eru útsettir og það er greinilegt að hópurinn hefur verið útsettur fyrir veiru þarna úti. Við vonum bara að bóluefnið sé farið að virka þannig að þau veikist ekki, að það komi í veg fyrir veikindi og alvarleg veikindi. Það er náttúrlega það sem málið snýst um. Á þeim grunni ætti maður bara að vera glaður yfir því að það hafi náðst að bólusetja hópinn,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is.

Mismunandi skoðanir á forgangi hópsins

Nokkuð hefur verið um gagnrýni á þá ákvörðun að hleypa Eurovision-hópnum framar í bólusetningaröðina en öðrum. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur t.a.m. sagt skjóta skökku við að keppnislið Íslendinga í Eurovision sé í forgangi en ekki afreksíþróttafólk. Þórólfur segir að mörg erindi berist þar sem óskað er eftir forgangi í bólusetningu.

„Þetta eru alls konar hópar og einstaklingar, fólk sem er að fara utan, er með atvinnurekstur erlendis og þetta er mjög stór hópur í sjálfu sér sem við höfum ekki getað orðið við. Við höfum eiginlega neitað öllum sem hafa sótt um þetta á þeim grunni að það muni þá breyta allri annarri forgangsröðun.“  

En hver eru þá rökin fyrir því að Eurovision-hópurinn fékk að komast framar í röðina?

„Það var sótt um þetta frá RÚV, eftir umræður hér inni var ákveðið að verða við því. Það voru svo sem mismunandi skoðanir á því en það var tekin ákvörðun um að gera það. Það í sjálfu sér þarf ekki endilega að þýða að allir aðrir sem hafi hug á að fara til útlanda geti farið í forgang.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler