Harry drakk til að gleyma

Harry Bretaprins.
Harry Bretaprins. AFP

Harry Bretaprins lýsir því í nýrri þáttaröð um geðheilsu hvernig hann var vanur að drekka sig ofurölvi til þess að reyna að glíma við áfallið eftir að móðir hans lést. Hann segist einnig hafa tekið lyf til þess að deyfa sig, meira en áratug eftir andát hennar.

Um er að ræða nýja þáttaröð á Apple TV undir stjórn Oprah Winfrey. Harry lýsir þar árunum frá því hann er 28 ára þangað til 32 ára sem martröð. Ítrekuðum felmtursköstum og alvarlegum kvíða. Díana prinsessa af Wales lést í bílslysi í ágúst 1997 þegar götublaðaljósmyndarar eltu bifreið sem hún var farþegi í um Parísarborg. 

Díana prinsessa 17. júní 1997.
Díana prinsessa 17. júní 1997. AFP

Í viðtalinu lýsir Harry því hvernig hann varð að tala sjálfan sig til svo hann gæti sinnt skyldum sínum. Hann hafi drukkið ótæpilega á föstudags- og laugardagskvöldum. Ekki vegna þess að hann hefði ánægu af því heldur vegna þess að hann var að reyna að gleyma og deyfa tilfinningar sínar.  

Hann gagnrýnir einnig föður sinn, Karl Bretaprins, harðlega í þáttunum og sakar hann um að hafa gert fáránlegar kröfur á hendur þeim bræðrum. Að hann hafi þjáðst og þeirra biði það sama. Þeir yrðu bara að sætta sig við það. Harry segir fáránlegt að setja fram slíkar kröfur á hendur börnum sínum, að vanlíðan þeirra sé í lagi þar sem foreldrið hafi líka upplifað hana. 

Þáttaröðin The Me You Can't See kemur á Apple+ í dag en Harry framleiðir þáttaröðina ásamt Winfrey.

Auk Harry koma meðal annars Lady Gaga, Glenn Close og Oprah Winfrey fram í þáttunum og lýsa andlegri líðan og hvernig hægt er að halda heilsu. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson