Ísland verður númer 12

Daði og Gagnamagnið á æfingu í Rotterdam.
Daði og Gagnamagnið á æfingu í Rotterdam. EBU/THOMAS HANSES

Framlag Íslands verður númer tólf í lokakeppni Eurovision (Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva) sem haldin verður í Rotterdam annað kvöld. Flutningur Daða og gagnamagnsins á lagi þeirra, 10 Years, skilaði Íslandi sæti í lokakeppninni.

Alls eru 26 lög í lokakeppninni og er það Kýpur sem hefur keppnina. Næstur á undan Daða og Gagnamagninu verður Svisslendingurinn Gjon Muharremaj með lagið Tout l'Univers. 

Norðurlandaþjóðunum gekk vel í undankeppnunum og komust auk Íslands þrjár þeirra áfram, Finnland, Noregur og Svíþjóð.

Nota þurfti upptöku af æfingu Daða og Gagnamagnsins vegna kórónuveirusmits sem upp kom í hópnum fyrr í vikunni. 

Daði á æfingu í Rotterdam.
Daði á æfingu í Rotterdam. EBU/THOMAS HANSES

„Ég hlakka til á laugardaginn. Það var gaman núna. Það hefði verið skemmtilegra að vera í höllinni en við erum hæstánægð,“ sagði Daði í stuttu samtali við mbl.is í gærkvöldi. 

Ekki liggur fyrir í hvaða sæti Ísland hafnaði í seinni undankeppninni í gærkvöldi en það er ekki gefið upp fyrr en að keppni lokinni. 

Hér má lesa um árangur Íslands í keppninni hingað til.

Hér má lesa upplýsingar um Daða og Gagnamagnið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant