„Hjartað sló alveg hraðar“

Hannes Óli Ágústsson gerði heiðarlega tilraun til að láta 12 …
Hannes Óli Ágústsson gerði heiðarlega tilraun til að láta 12 stig renna til Jaja Ding dong. Skjáskot/Rúv

„Mér fannst þetta fyndinn brandari og fyndið konsept og skemmtilegt uppbrot,“ segir Hannes Óli Ágústsson leikari sem kynnti stigagjöf Íslendinga í Eurovision með JAJA DINDONG-brandaranum góða.

„Auðvitað er það pínu séns að taka svona grín en ég var til í það því að þetta er ekki beint ég sjálfur heldur þessi karakter sem er svo óstýrilátur og erfiður,“ bætir hann við.

Varstu stressaður?

„Já, ég var auðvitað smá stressaður þegar kom að þessu. Við æfðum þetta fyrst á föstudaginn í dómararennsli, þá fattaði ég hvað þetta væri stórt. Svo minntist einhver á að það væru 200 milljónir að horfa, þá varð ég smá stressaður.

Svo var önnur æfing á laugardeginum, þá var ég búinn að gera þetta áður og þá var þetta allt í lagi. En jú, hjartað sló alveg hraðar.“

Hann segir að Rúnar Freyr leikari hafi hannað brandarann og skrifað smá handrit að kynningu stiganna. Hannesi leist vel á handritið og fannst þess vegna þess virði að kýla á brandarann. 

„Þetta var svolítið tvískiptur brandari. Að biðja tvisvar um lagið, það negldi þetta dálítið. Mér fannst það svo skemmtileg hugmynd.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson