Handtökuheimild gefin út á hendur Manson

Handtökuheimild hefur verið gefin út á hendur Marilyn Manson.
Handtökuheimild hefur verið gefin út á hendur Marilyn Manson. AFP

Tónlistarmaðurinn Marilyn Manson hefur verið ákærður fyrir tvær líkamsárásir á tónleikum í Gilford í New Hampshireríki í Bandaríkjunum árið 2019. Handtökuheimild hefur verið gefin út á hendur honum. 

Hinar meintu líkamsárásir náðist á myndband á tónleiknunum. 

Í tilkynningu sagði lögreglan í New Hampshire að tónlistarmaðurinn og umboðsmenn hans hefðu vitað af heimildinni í einhvern tíma. Manson hefði hins vegar ekki gert neina tilraun til að svara fyrir sig. 

Verði Manson fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi og sekt allt að tvö þúsund bandaríkjadölum. 

Lögreglan bætti við að líkamsárásirnar væru ekki taldar kynferðisofbeldi á nokkurn hátt. Manson hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar opinberlega. 

Fyrr í þessum mánuði steig fyrrverandi aðstoðarkona hans Ashley Walters fram og kærði hann fyrir kynferðisofbeldi. Hún sagði hann einnig hafa verið ógnandi yfirmann. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Frestaðu ákvörðun, þar til þú er alveg viss um hana. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Frestaðu ákvörðun, þar til þú er alveg viss um hana. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni.