Frægir fagna útskriftum barna sinna

Útskriftir fóru fram í Bandaríkjunum um helgina.
Útskriftir fóru fram í Bandaríkjunum um helgina. AFP

Það var ekki aðeins á Íslandi sem útskriftir úr framhalds- og háskólum fóru fram um liðna helgi en útskriftir fóru einnig fram í Bandaríkjunum. Með aðstoð Instagram sjáum við að fræga fólkið var að útskrifa börnin sín og það leynir sér ekki að þau eru að rifna úr stolti af árangri erfingjanna á þessum furðulegu og fordæmalausu tímum. 

Lisa Kudrow

Julian Stern sonur Lisu Kudrow útskrifaðist frá Háskólanum í Suður-Kaliforníu. Lisa skrifaði á Instagram að hún væri glöð og stolt af syninum.

Skjáskot/Instagram

Candace Cameron Bure

Leikkonan og samfélagsstjarnan Candace Cameron Bure fagnaði ásamt manninum sínum syni þeirra Maksim Bure, sem útskrifaðist úr kristilega framhaldsskólanum NorthStar.

Skjáskot/Instagram

Paulina Porizkova

Ofuryfirfyrirsætan Paulina Porizkova er afskaplega stolt af syni sínum Oliver Ocasek.

Skjáskot/Instagram

Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas

Glæsilegu hjónin voru stolt af dóttur sinni Carys sem útskrifaðist með bakkalárgráðu.

Skjáskot/Instagram

Shaunie O'Neal

Fyrsta afkvæmi Shaunie O'Neal og körfuboltagoðsagnarinnar Shaq útskrifaðist úr menntaskóla. Shaqiron O'Neal á eftir að gera góða hluti í háskólakörfunni næsta haust. 

Skjáskot/Instagrammbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.