Skilja eftir 27 ára hjónaband

Blair Underwood er að skilja.
Blair Underwood er að skilja. Ljósmynd/Imdb

Leikarinn Blair Underwood og eiginkona hans Desiree DaCosta tilkynntu um helgina að þau væru að skilja eftir 27 ára  hjónaband. Aðdáendur Beðmála í borginni þekkja Underwood undir nafninu Dr. Robert Leeds. 

Underwood og DaCosta gengu í hjónaband árið 1994. Í tilkynningu á Instagram sögðu hjónin að þau hefðu ákveðið að binda enda á hjónabandið eftir að hafa hugsað vel og lengi um það. Þau sögðust hafa unnið mikið í sér saman og sem einstaklingar en niðurstaðan var samt þessi. „Þetta hefur verið virkilega fallegt ferðalag,“ sögðu þau um hjónabandið. 

„Við erum stoltust af ótrúlegu börnunum okkar þremur,“ sögðu þau og þökkuðu guði fyrir að treysta þeim fyrir börnunum sem eru á aldrinum 19 til 24 ára. 

Underwood sem er 56 ára varð fyrst frægur fyrir hlutverk sitt í L.A. Law á níunda áratug síðustu aldar. Hann hlaut tvær tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna fyrir leik sinn í L.A. Law og In Treatment.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.