Enn hitnar í kolunum hjá Bennifer

Ben Affleck og Jennifer Lopez árið 2003. Þau eru byrjuð …
Ben Affleck og Jennifer Lopez árið 2003. Þau eru byrjuð saman aftur. REUTERS

Hollywoodstjörnurnar Ben Affleck og Jennifer Lopez eru ekkert að reyna að fela ástarsamband sitt. Parið, sem byrjaði saman fyrir nokkrum vikum eftir 17 ára aðskilnað, sér ekki sólina hvort fyrir öðru. Affleck og Lopez sáust úti að borða í Hollywood á mánudaginn og létu vel hvort að öðru. 

Stjörnurnar borðuðu á þakveitingastað Pendry-hótelsins í Hollywood. „Þau litu út fyrir að vera mjög hamingjusöm allt kvöldið og Ben hélt utan um J.Lo næstum því allt kvöldið,“ sagði heimildarmaður ET. Hann sagði þau hafa komið saman og farið saman. 

Slúðurmiðillinn Page Six birti myndir af stefnumótinu á mánudaginn. Þar má sjá Affleck halda utan um Lopez á leiðinni inn á staðinn. Aðeins er vika síðan annar heimildarmaður sagði að leikkonan hefði verið himinlifandi að fá Affleck í heimsókn til sín til Miami.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.