Birgitta Haukdal mun trylla innipúka landsins

Birgitta Haukdal mun koma fram á Innipúkanum í sumar.
Birgitta Haukdal mun koma fram á Innipúkanum í sumar.

Tónlistarmaðurinn Birgitta Haukdal mun koma fram á tónlistarhátíðinni Innipúkanum sem fram fer í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Þar mun hún taka lagið með hljómsveitinni Moses Hightower og verður það í fyrsta skipti sem þessi stórmenni skemmta saman. 

Á Innpúkanum verða líka Bríet, Emmsjé Gauti, Eyþór Ingi, Floni, GDRN, gugusar, Hipsumaps, Mammút, Reykjavíkurdætur og Teitur Magnússon.

„Forsvarsmenn Innipúkans eru afar stoltir af fjöbreyttri dagskrá Innipúkans í ár og bjartsýn á að það takist að halda hátíðina með pompi og prakt. Hætta þurfti við hátíðina með eins dags fyrirvara í fyrra vegna Covid,“ segir í fréttatilkynningu. 

Innipúkinn færir sig af Grandanum, þar sem hátíðin hefur verið haldin síðustu ár, og yfir á Ingólfsstræti. Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, í Gamla bíó og efri hæð Röntgen. Á svæðinu verður sannkölluð hátíðarstemning alla helgina enda verður nóg um að vera á götunni fyrir utan staðina sem og inni á stöðunum sjálfum. Boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, 30. júlí-1. ágúst.

Á útisvæðinu má gera má ráð fyrir gamalreyndum púka-dagskrárliðum á borð við árlegum lista- og fatamarkaði, ásamt plötusnúðum og veitingasölu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.