Andri Snær hlýtur virt ítölsk verðlaun

Andri Snær Magnason.
Andri Snær Magnason. mbl.is/Árni Sæberg

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hlýtur hin virtu ítölsku verðlaun Tiziano Terzani International Literary Prize, sem eru nú veitt í sautjánda skiptið, fyrir bók sína Um tímann og vatnið. Bókin kom út á Ítalíu árið 2020 í þýðingu Silviu Cosimini. 

„Andri Snær Magnason minnir okkur á að líf okkar og tilvera er náttúrunni háð, og hún biður okkur að fylgja sínum takti. Prófraun okkar er fordæmalaus: hún snýst um að bjarga heiminum. Og það hratt. Við getum ekki hunsað þá ábyrgð sem við berum gagnvart jörðinni okkar og kynslóðunum sem koma á eftir okkur. Um tímann og vatnið er neyðarkall til heimsbyggðarinnar, skrifað á auðskilinn, áhrifaríkan og nákvæman hátt sem dýpkar skilning okkar á stærð vandamálsins,“ segir í umsögn dómnefndar. 

Il tempo e l'acqua kom út á Ítalíu árið 2020 í þýðingu Silviu Cosimini, hjá forlaginu Iperborea, og hefur notið mikilla vinsælda þar. Aðrar tilnefndar bækur voru How to Stay Sane in an Age of Division eftir Elif Shafak, On Earth We‘re Briefly Gorgeous eftir Ocean Vuong, La Syrie promise eftir Hala Kodmani og Uncanny Valley eftir Anna Warner.

Terzani-verðlaunin voru fyrst afhent árið 2004 og heiðra minningu ítalska blaðamannsins og rithöfundarins Tiziano Terzani, sem var þekktur fyrir alþjóðlegt sjónarhorn sitt og ferðasögur sem hafa selst í milljónum eintaka um allan heim. Verðlaunin verða afhent í byrjun júlí á Vicino/Lontano hátíðinni í Udine á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson