Smit á tökustað og Cruise brjálaður

Tom Cruise í tökum á Mission Impossible.
Tom Cruise í tökum á Mission Impossible. AFP

Stórleikarinn Tom Cruise er kominn í sóttkví eftir að smit kom upp á tökustað nýjustu Mission Impossible-myndarinnar í Bretlandi. Frægt varð þegar Cruise hellti sér yfir samstarfsfólk sitt í desember vegna þess að það fór ekki eftir settum reglum. 

Smit komu upp þegar leikarinn var í tökum á atriði sem á að gerast á næturklúbbi. Fjórir dansarar veiktust sem og tíu aðrir. Alls þurftu 60 að fara í tveggja vikna sóttkví vegna smitsins að því er fram kemur á vef The Sun. Dansararnir voru í innan við tveggja metra nálægð við Cruise. 

Leikarinn er sagður hafa verið í sóttkví síðan á þriðjudaginn. „Tom er alveg brjálaður út af því sem gerðist, sérstaklega í ljósi ræðunnar sem hann hélt fyrir starfsfólkið í fyrra. Þetta hefur mikil áhrif á myndina og það þarf að vinna þetta upp þegar fólk kemur til baka,“ sagði heimildarmaður. 

Tom Cruise.
Tom Cruise. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler