Af hverju Lilibet Díana Mountbatten-Windsor?

Meghan og Harry árið 2019.
Meghan og Harry árið 2019. AFP

Nú þegar hertoginn og hertogaynjan af Sussex hafa eignast dótturina Lilibet Díönu Mountbatten-Windsor eru margir forvitnir að vita meira um nafnið sem Harry Bretaprins og Meghan Markel gáfu þessu öðru barni sínu.

Lilibet vísar til gælunafns Elísabetar drottningar innan konungsfjölskyldunnar. Það var fyrst notað þegar Elísabet var lítil og gat ekki borið nafnið sitt rétt fram, að því er The Guardian greinir frá.

Afi hennar, George V konungur, kallaði hana „Lilibet“ og hermdi þannig eftir tilraunum hennar til að segja „Elísabet“. Gælunafnið festist við hana innan fjölskyldunnar og kallaði hertoginn af Edinborg eiginkonu sína einmitt þessu sama nafni.

Harry og Meghan hafa engu að síður sagt að Lilibet verði framvegis kölluð Lili, sem er um leið vísun í lilju, blómið sem er oft sagt tákna hreinleika, skuldbindingu, endurfæðingu og frjósemi.

Miðnafnið Díana er til heiðurs sálugri móður Harrys, Díönu, prinsessu af Wales, sem hefði orðið sextug 1. júlí hefði hún ekki farist í bílslysi árið 1997 þegar Harry var aðeins 12 ára.

Frænka Lilibet ber einnig Díönu-nafnið, eða Karlotta Elísabet Díana, dóttir Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju. 

Elísabet Bretlandsdrottning, Karlotta prinsessa og Katrín hertogaynja árið 2019.
Elísabet Bretlandsdrottning, Karlotta prinsessa og Katrín hertogaynja árið 2019. AFP

Eldri bróðir Lilibet heitir Archie Harrison Mountbatten-Windsor. Eftirnafnið Mountbatten-Windsor varð til árið 1960 þegar eftirnöfn drottningarinnar og Filippusar prins voru sett saman þegar þau gengu í hjónaband.

Rétt eins og Archie, sem fékk ekki konunglegan titil þegar hann fæddist árið 2019, þá er Lili hvorki prinsessa né hennar hátign, vegna þess að bæði eru þau of langt í goggunarröðinni frá krúnunni samkvæmt yfir 100 ára gömlum reglum.

Meghan heldur á Archie.
Meghan heldur á Archie. AFP

Aftur á móti móti má kalla þau prins og prinsessu og hans og hennar hátign eftir andlát drottningarinnar, um leið og afi þeirra Karl Bretaprins hefur verið krýndur konungur.

Karl Bretaprins.
Karl Bretaprins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler