Harry og Meghan eignuðust dóttur

Harry og Meghan giftu sig árið 2018.
Harry og Meghan giftu sig árið 2018. AFP

Harry Bretaprins og Meghan Markel hertogaynja af Sussex tilkynntu í dag fæðingu dóttur sinnar en hún fæddist síðasta föstudag í Santa Barbara í Kaliforníu. Fyrir eiga hjónin soninn Archie Harrison.

Stúlkan hefur fengið nafnið Lilibet „Lili“ Diana Mountbatten-Windsor og heitir hún því bæði í höfuðið á langömmu sinni, Elísabetu Bretadrottningu, sem gjarnan hefur verið kölluð Lilibet af fjölskyldumeðlimum, og ömmu sinni, Díönu prinsessu, sem lést árið 1997.

Í tilkynningu sem foreldrarnir sendu frá sér segir að móður og barni heilsist vel.

Frétt af vef BBC

Harry og Meghan með nýfæddan son sinn árið 2019.
Harry og Meghan með nýfæddan son sinn árið 2019. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.