Leikkonan Lisa Banes alvarlega slösuð

Lisa Banes.
Lisa Banes. Ljósmynd/Wikipedia.org

Leikkonan Lisa Banes liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi í New York eftir að ekið var á hana. Sá sem ók á hana stakk af. Banes, sem er 65 ára gömul, lék meðal annars í Gone Girl og Cocktail. 

Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar er ekki vitað hvort sá sem ók á hana hafi verið á vespu eða vélhjóli en Banes var á leið yfir Amsterdam Avenue þegar ekið var á hana á föstudagskvöldið. 

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en umboðsmaður Banes segir að hún liggi á Mount Sinai Morningside-sjúkrahúsinu með fjöláverka. Eiginkona Banes, Kathryn Kranhold, biður fólk um að biðja fyrir Banes en hún er með alvarlega höfuðáverka.

Samkvæmt Newsweek hefur enginn verið handtekinn vegna málsins en Banes var að fara yfir gangbraut þegar ekið var á hana á töluverðum hraða.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.