Vilja meiri hrylling

Patrick Wilson og Vera Farmiga, aðalleikarar The Conjuring.
Patrick Wilson og Vera Farmiga, aðalleikarar The Conjuring. AFP

Norðuramerískir kvikmyndahúsagestir virðast ekki hafa fengið nóg af hryllingi þrátt fyrir erfitt ár 2020 því hryllingsmyndin „The Conjuring: The Devil Made Me Do It” fór á toppinn í miðasölunni vestanhafs um helgina.

Talið er að myndin hafi þénað 24 milljónir bandaríkjadala, eða tæpa þrjá milljarða króna, og greinilegt að almenningur er byrjaður að tínast í bíó á nýjan leik eftir að kórónuveiran gekk yfir.

Í öðru sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar var „A Quiet Place: Part II”.

Vinsældir Conjuring eru merkilegar í ljósi þess að einnig er hægt að sjá hana í streymisveitunni HBO Max án aukagjalds.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.