„En ef við hættum saman, hvað þá?“

„En ef við hættum saman, hvað þá?“ Þetta er spurning sem flestir forðast í tilhugalífinu. Það getur þó verið ráðlegt að gera ráðstafanir um hvernig eigi að skipta eignum og fé komi til þess að fólk fari í sundur. Í Dagmálum dagsins er rætt um sambönd og fjármál.

Gunnar Dofri Ólafsson er umsjónarmaður hlaðvarpsins: Leitin að peningunum, sem er unnið fyrir umboðsmann skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Markmið hlaðvarpsins er að hjálpa venjulegu fólki að verða betra í fjármálum og opna á umræðuna um fjármál og fjármálatengd vandamál einstaklinga, sem hafa allt of lengi verið tabú og feimnismál.

Gunnar Dofri er gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum og hér að ofan má sjá stutt brot úr viðtalinu þar sem hann ræðir um hvernig hægt sé að koma í veg fyrir valdaójafnvægi í samböndum þótt munur geti verið á eignum eða tekjum sambandsaðila.

Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins í heild sinni hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Hægt er að hlusta á Leitina að peningunum hér.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.