Kátt í höllinni eftir fæðingu Lilibet

Elísabet Englandsdrottning er himinlifandi með nýjasta barnabarnið.
Elísabet Englandsdrottning er himinlifandi með nýjasta barnabarnið. AFP

Elísabet Englandsdrottning er himinlifandi eftir að hertoginn og hertogaynjan af Sussex greindu frá fæðingu dóttur, Lilibet „Lili“ Diana Mountbatten-Windsor, segir í tilkynningu frá Buckingham-höll. 

Prinsinn af Wales og hertoginn af Cambridge hafa einnig óskað foreldrunum til hamingju með dótturina samkvæmt frétt BBC í morgun.

Lilibet er ellefta barnabarn Elísabetar en hún fæddist á sjúkrahúsi í Santa Barbara, Kaliforníu á föstudag. Lilibet var gælunafn Elísabetar þegar hún var barn. 

Karl Bretaprins, faðir Harrys og eiginkona hans, hertogaynjan af Cornvall, skrifa á Twitter: „Til hamingju Harry, Meghan og Archie með fæðingu Lilibet Diana.“ 

Vilhjálmur prins, bróðir Harry, og eiginkona hans, hertogaynjan af Cambridge fagna einnig fæðingu Lili á samfélagsmiðlum.

Hið sama á við um forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson sem og leiðtoga Verkamannaflokksins, Keir Starmer. 

Lilibet fæddist klukkan 11:40 að staðartíma og vó 3,5 kg. Hún er áttunda í krúnuröðinni, sem þýðir að Andrew prins færist niður í níunda sætið. 

Meghan með Archie á sínum tíma.
Meghan með Archie á sínum tíma. AFP

Elisabet fékk gælunafnið Lilibet þegar hún var ung að árum þar sem hún gat ekki borið fram nafn sitt á réttan hátt. Afi hennar, George V konungur, kallaði hana Lilibet þar sem hann líkti eftir tilraunum hennar við að segja Elísabet. Gælunafnið festist við hana og var hún alltaf kölluð Lilibet af fjölskyldunni. 

Harry og Meghan segja að millinafnið Diana sé til heiðurs ömmu hennar, Díönu prinsessu af Wales. Þau hafa ekki enn birt opinberlega myndir af dóttur sinni.

 

 mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.