Harrison fær dýrustu rósina frá The Bachelor

Chris Harrison fékk risavaxinn starfslokasamning hjá framleiðendum The Bachelor gegn …
Chris Harrison fékk risavaxinn starfslokasamning hjá framleiðendum The Bachelor gegn því að þegja. Skjáskot/Instagram

Chris Harrison þáttastjórnandi raunveruleikaþáttanna The Bachelor er formlega hættur afskiptum af þáttunum. Þetta var tilkynnt í dag og síðdegis staðfestir hann það sjálfur á Instagram. Harrison hafði stýrt þáttunum frá því að þeir hófust árið 2002. Samkvæmt heimildum í frétt Deadline skrifaði Chris Harrison undir risavaxinn starfslokasamning uppá tugi milljóna bandaríkjadali gegn því að hann tjái sig ekki um þáttinn eða einstaka þáttaraðir opinberlega.

Chris Harrison gaf það út síðasta vetur að hann ætlaði að stíga tímabundið til hliðar sem þáttastjórnandi vegna þeirrar gagnrýni sem hann hlaut í kjölfar rasískra ummæla sem hann lét falla í tengslum við fyrrverandi keppanda raunveruleikaþáttanna. Núna er það hinsvegar staðfest að hann er hættur fyrir fullt og allt í þáttunum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.