Svín og Shane McGowan

Gyltan Gunda með grís.
Gyltan Gunda með grís.

Nýjar alþjóðlegar heimildarmyndir verða sýndar á heimildarmyndahátíðinni IceDocs sem hefst 23. júní á Akranesi og lýkur þann 27. Hátíðin verður nú haldin í þriðja sinn og fyrr en hin síðustu ár, í júní í stað júlí. Auk sýninga á heimildarmyndum verður boðið upp á ýmsa viðburði sem fjallað verður um síðar.

Nú liggur fyrir hvaða myndir verða sýndar þótt einhverjar eigi eftir að bætast við dagskrána. Þær sem staðfestar hafa verið eru eftirfarandi:

Gunda eftir Viktor Kossakovski fjallar um gyltuna Gundu og segir í tilkynningu að myndin hafi fengið mikil viðbrögð og þyki mikilvægt innlegg í vegan-umræðuna. Hefur leikarinn Joaquin Phoenix m.a. vakið athygli á henni.

President frá Danmörku er eftir Camillu Nielsen og vann til verðlauna á Sundance-hátíðinni fyrr á árinu. Hún fjallar um forsetakosningar í Zimbabve og hefur hlotið mikið lof.

The Wall of Shadows frá Póllandi er eftir Elizu Kubarska og Moniku Braid. Er hún í tilkynningu sögð áhrifamikil mynd um pólska fjallagarpa sem fá sherpa sér til leiðsagnar í göngu upp á heilagt fjall.

Adolescentes frá Frakklandi er eftir Sébastien Lifshitz og var valin besta heimildarmyndin á César-verðlaununum frönsku í ár. Hún fjallar um samband tveggja unglingsstúlkna af ólíkum uppruna og fylgir lífi þeirra eftir í nokkur ár.

Úr heimildarmyndinni Lost Boys.
Úr heimildarmyndinni Lost Boys.

Lost Boys frá Finnlandi er eftir Sadri Cetinkaya og Joonas Neuvonen og ein tekjuhæsta heimildarmynd allra tíma í Finnlandi. Hún segir af nokkrum körlum sem fara í ferðalag um Kambódíu sem einkennist af taumlausri eiturlyfjanotkun og samneyti við vændiskonur.

Croc of Gold: A few rounds with Shane McGowan eftir Julien Temple er framleidd af leikaranum víðfræga Johnny Depp. Sögu tónlistarmannsins Shanes McGowans er fléttað saman við sögu Írlands og sjálfstæðisbaráttu Norður-Íra, segir í tilkynningu.

Fleiri heimildarmyndir hátíðarinnar verða kynntar á næstunni og fara allar kvikmyndasýningar fram í Bíóhöllinni á Akranesi og viðburðir verða á fleiri stöðum, m.a. í Akranesvita. Af einstökum viðburðum má nefna tónleika með hljómsveitinni Flott, Gugusum  og DJ Sturlu Atlas.

Heimasíðu hátíðarinnar má finna á slóðinni icedocs.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.