Unnustinn orðinn eiginmaður

Elizabeth Olsen.
Elizabeth Olsen. AFP

Leikkonan Elizabeth Olsen er gift kona. Hún talaði um tónlistarmanninn Robbie Arnett sem eiginmann sinn í viðtali á vef Variety. Svo virðist sem hjónin hafi gift sig í leyni eins og algengt er í kórónuveirufaraldrinum. 

Olsen, sem varð fyrst þekkt sem litla systir Olsen-tvíburanna, trúlofaðist Arnett sumarið 2019 eftir þriggja ára samband. Hún var í fjarviðtali við leikkonuna Kaley Cuoco þegar eiginmanninn bar á góma. „Ég tók líka eftir því að eiginmaður minn stillti upp Little Miss Magic,“ sagði Olsen um bók sem Arnett hafði stillt upp. 

„Ég elska að hann býr til leikmynd fyrir þig,“ grínaðist Cucko. „Er veitingaþjónusta líka? Hvað gerir hann meira?“ 

„Nei, guð. Ég gerði morgunmat fyrir hann.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.