Nektarmyndartökurnar voru afar persónulegar

Vigdís Erla Guttormsdóttir hefur verið búsett í Berlín í átta ár og unnið við ýmis skapandi störf. Síðastliðinn vetur setti hún upp ljósmyndasýninguna In Her Own Skin með svart hvítum ljósmyndum eftir sjálfa sig af nöktum fyrirsætum. Henni bauðst sýningarrýmið upprunalega til að setja upp aðra ljósmyndasýningu með seríu sem hún var ekki alveg tilbúin að sýna en hugmyndin að In Her Own Skin kviknaði út frá ljósmyndum sem Vigdís hafði tekið af vinkonu sinni og fyrirsætunni Veru Hilmars nokkrum árum áður.

Í myndskeiðinu má sjá brot úr viðtali við Vigdísi í Dagmálum. Þættirnir í heild sinni eru aðgengilegir áskrifendum hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Höfðu samband og vildu vera með

Módelskrifstofur úti höfðu samband við Vigdísi og vildu senda módel til hennar í myndatökur fyrir sýninguna. Hún segir það hafa verið sérstakt að þekkja ekki allar fyrirsæturnar en vera samt að mynda þær naktar. 

„Alltaf þegar þú tekur myndir þá á sér stað samtal á milli ljósmyndarans og fyrirsætunnar,“ segir Vigdís og segir það hafa komið sér á óvart hvað allt var afslappað og þægilegt. Hún segir samtalið þeirra á milli vera mjög mikilvægt svo að öllum líði vel. „Að mynda einhvern nakinn er rosalega persónulegt. Það kom mér ótrúlega á óvart hvað þetta var allt þægilegt og hvað þær treystu mér mikið. Ég er ævinlega þakklát fyrir það að geta gert þessa list með þeirra trausti.“

View this post on Instagram

A post shared by vigdís erla (@vigerla)

Vigdís tók allar myndir fyrir sýninguna á filmuvél og segist hún halda að það hafi hjálpað til við afslappaðra andrúmsloft. ,,Þá verður þetta miklu náttúrulegra því þú getur ekki skoðað myndirnar á staðnum. Traustið verður meira, ég treysti auganu mínu og þær treysta mér, svo viku seinna fáum við myndirnar og þetta verður nákvæmlega það sem þetta er,” segir Vigdís og talar um að filmuvélin fangi nákvæmlega það augnablik sem átti sér stað.

Varð að vera svart hvítt

Hana langaði til að hafa myndirnar svart hvítar filmur og í tökunum voru einungis hún og fyrirsætan sem hún myndaði hverju sinni á staðnum. Vigdís vildi hafa þetta einfalt og stílhreint en samt sem áður með tískuljósmyndablæ og segist Vigdís hafa verið undir smávegis innblæstri frá tískuljósmyndaranum Helmut Newton.

Henni fannst áhugavert að sjá hvernig persónuleiki hverrar og einnar kom sterkt fram án allra aukahluta og hvað sjálfsöryggi og kynþokki þeirra var afslappaður og einstakur. Sýningin opnaði daginn fyrir enn eitt lockdownið í Berlín en henni tókst að opna sýninguna aftur og var hún uppi út desember mánuð. Hún fékk mjög góðar viðtökur og skemmtileg viðbrögð og segir Vigdís það mikla hvatningu til að halda áfram en hún stefnir á að setja upp fleiri sýningar á komandi tímum.

Meiri upplýsingar um verk Vigdísar er að finna á vefnum hennar vigerla.com

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant