Floni fjarlægir plötu með Auði af Spotify

Tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Floni, hefur fjarlægt plötu sem hann gaf út með Auðuni Lútherssyni, Auði, af spotifysíðu sinni. 

Platan er enn aðgengileg á spotifysíðu Auðar, en þar er Auður einn titlaður sem höfundur laganna en ekki þeir báðir líkt og áður. 

Floni og Auður gáfu út plötuna Venus í byrjun apríl. 

Undanfarnar vikur hefur mikið borið á umræðum á samfélagsmiðlum þar sem Auður er sakaður um að hafa ítrekað beitt ungar stúlkur og konur kynferðislegu ofbeldi. Meðal ásakana eru sögur af nauðgun og frelsissviptingu. 

Floni.
Floni. mbl.is

Auður sendi í síðustu viku frá sér tilkynningu þar sem hann viðurkenndi að hafa farið yfir mörk konu árið 2019 og ekki áttað sig á því fyrr en síðar. Í kjölfarið hafi hann beðist afsökunar og reynt að axla ábyrgð gagnvart konunni. Hann tjáði sig ekki um aðrar ásakanir en sagði að „flökkusögur um alvarleg afbrot“ eigi sér ekki „stoð í raunveruleikanum“.

Í kjölfar yfirlýsingar Auðuns hefur verið greint frá því að hann muni ekki hafa aðkomu að leikritinu Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu, en Auður átti að sjá um tónlist verksins. Þá mun hann ekki koma fram á tónleikum Bubba Morthens 16. júní líkt og til stóð. Auk þess hefur UN Women fjarlægt allt markaðsefni þar sem Auður kom fram. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Rómantík er til staðar og samskipti við annað fólk ganga vel fyrir sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Rómantík er til staðar og samskipti við annað fólk ganga vel fyrir sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden